Macbeth

2.000 kr
| /

Saga hins blóði drifna, skoska konungs Macbeths var fyrst sett á svið fyrir meira en fjögur hundruð árum en galdurinn við bestu verk Williams Shakespeare er að viðfangsefnið er eilíft og talar sífellt inn í samtímann; Líf ungs hermanns breytist þegar hann heyrir spádóm um að hann verði konungur. Mun spádómurinn rætast sjálfkrafa - eða er öruggara að Macbeth hjálpi til? Metnaður breytist í valdasýki, ofbeldi getur af sér ofbeldi og ofbeldi breytir manneskjum til frambúðar, þeim sem verða fyrir því jafnt þeim sem beita því.

Macbeth er hér í nýrri þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar.