Vanja frændi

2.000 kr
| /

Prófessor nokkur kemur á sveitasetur látinnar eiginkonu sinnar með seinni konu sína, hina ungu og ómótstæðilegu Jelenu. Dóttir prófessorsins af fyrra hjónabandi og Vanja, bróðir fyrri konunnar, hafa lagt á sig ómælda vinnu í gegnum tíðina við að sinna búinu. En nú er prófessorinn orðinn gamall, hefur allt á hornum sér og hyggur á róttækar breytingar. Örvænting og vonleysi heltekur Vanja því átakamikið uppgjör er óumflýjanlegt. 

Vanja frændi er eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjekhovs og af mörgum talið það skemmtilegasta. Þrátt fyrir brostnar vonir og sorg er það stútfullt af húmor og náttúrulegum léttleika. Hér takast á mismunandi viðhorf til lífsins; vellystingar og græðgi á móti umhyggju fyrir jörðinni og náttúrunni. Hvernig eigum við að lifa áfram þegar sársaukafullur sannleikurinn um tilgang okkar og stöðu blasir við? Vanja frændi er eitt af mest leiknu leikritum Tsjékhovs og birtist í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur sem stýrði hinni vinsælu sýningu, Ríkharður III.