Kartöfluæturnar
Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson fjallar um venjulega en jafnframt skrautlega íslenska fjölskyldu sem tekst á við meðvirkni, stjórnsemi og baráttuna við að lifa af. Örvænting, skömm, sektarkennd, leyndardómar og lygi koma við sögu og er þessum tilfinningum lýst með húmor og stíl sem einkenna höfundinn. Ólafur Egill Egilsson leikstýrði og leikarar voru Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.