Fyrrverandi

2.000 kr
| /

Vinir hittast til að kryfja málin í „symposium“; samræðum með víni, þar sem allt er undir; samböndin, samlífið, draumarnir, áföllin, sjálfshjálparnámskeiðin, samskiptin við tengdó og stjúpbörnin og síðast en ekki síst fyrrverandi! Hversu oft hugsarðu um fyrrverandi? Er eðlilegt að stjúpsystkini klóri augun úr hvoru öðru? Hvað eru eiginlega margir í þessu hjónabandi? Er hundurinn ekki óeðlilega ástleitinn? Hver var að tala um opið samband?

Þúsundþjalasmiðurinn Valur Freyr Einarsson leikstýrði hér eigin verki. Útkoman er myljandi fyndið og hjartnæmt verk sem speglar flókið fjölskyldulíf og sambönd nútímans þannig að við finnum samhljóm við okkar eigin grátbroslegu tilveru.